Síðasti dagur strandveiða

Deila:

Útlit er fyrir að í dag sé síðasti dagur strandveiða. Í morgun voru 429 tonn eftir af þorskúthlutun til strandveiða en í gær komu 435 tonn á land. Ef fer sem horfir verður vertíðin 2023 sú stysta í sögu strandveiða. Í fyrra voru veiðarnar stöðvaðar þann 21. júlí, og höfðu þá aldrei verið stöðvaðar fyrr.

Strandveiðar eiga að standa yfir frá 1. maí til 31. ágúst. Ráðherra hefur hins vegar ekki tryggt veiðunum þær aflaheimildir sem til þarf.

Deila: