Aukin skilvirkni í beinatínslu hjá Multiexport Foods

Deila:

Laxa framleiðandinn Multiexport Foods í Síle hefur náð að bæta skilvirkni stórlega með sjálfvirku beinatínslukerfi frá Marel. Multiexport Foods var stofnað árið 1987. Fyrirtækið er með eigin eldisstöð og rekur jafnframt tvær vinnslustöðvar, önnur fyrir reyktan fisk og hin fyrir ferskan og frosinn fisk – sem eru með þeim nútímalegri og skilvirkari í Síle. Multiexport Foods þjónustar rúmlega 30 markaði og eru vörur þess fáanlegar í mörgum helstu stórverslunum og matvælakeðjum heims.

„Í markaðssókn fyrirtækisins skiptir sveigjanleiki höfuðmáli þar sem hann gerir þeim kleift að laga sig fljótt að þörfum markaðanna. Til þess að viðhalda sveigjanleikanum leitar fyrirtækið stöðugt að leiðum til að bæta vinnsluferla sína, í þessu tilviki með því að bæta enn frekar skilvirkni í beinatínslu,“ segir í frétt frá Marel. Þar segir ennfremur:

„Eftir ítarlega tækni- og rekstrargreiningu valdi Multiexport Foods vélar frá Marel sem besta kostinn og festi kaup á tveim sex-brauta Marel MS 2612.60 beinatínslulínum í vinnslustöð sinni fyrir ferskan og frosinn fisk í Puerto Montt.

Claudio Vera

Claudio Vera

„Beinatínslukerfið frá Marel uppfyllir þarfir okkar að því er varðar framleiðslugetu – þ.e. fjarlægir beinin með skilvirkum hætti – er auðvelt í notkun, hreinlæti er í fyrirrúmi og greitt aðgengi fyrir viðhaldsþjónustu tæknimanna,“ segir Claudio Vera, rekstrar- og vinnslustjóri hjá Multiexport Foods.

 Nærtækir kostir

Aukin framleiðni, minni launakostnaður og bætt hreinlæti eru meðal helstu kosta kerfisins, sem komu strax í ljós. „Um leið og beinatínslukerfið frá Marel hafði verið sett upp voru kostirnir ljósir. Skilvirkni jókst til muna en jafnframt nýting og sérhæfing starfsfólks, en það hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi,“ segir Vera.

Fyrirtækið hefur skýrt frá því að fjárfestingin í búnaðinum skilaði sér á um 11 mánuðum einungis í aukinni framleiðni og lækkun launakostnaðar.

Fljótleg uppsetning og ræsing

Fjárfestingu í búnaði frá Marel fylgir einnig aðgengi að sérþekkingu Marel. Veitt er ráðgjöf og leiðsögn meðan á uppsetningu stendur og eftir að henni er lokið, til að tryggja vinnslunýtingu til fulls og viðhald á búnaðinum.

Kerfið var sett upp á aðeins einni helgi og búnaðurinn var tekinn í notkun næsta mánudag. „Skipulagning á uppsetningu kerfisins var mjög góð. Samhæfingin milli tæknimanna frá Marel og okkar eigin var framúrskarandi,“ segir Vera.

Árangursríkt samstarf

Menn hjá Multiexport Foods eru svo lukkulegir með árangurinn af beinatínslukerfinu frá Marel að þeir íhuga nú að setja upp þriðju línuna. „Við erum gífurlega ánægð með samstarf okkar við Marel og höfum mikinn áhuga á nýta Marel vinnslutækni þegar starfsemi okkar eykst enn frekar,“ segir Vera.

„Við þurfum búnað sem við getum treyst án þess að stöðva þurfi vinnslu í langan tíma, hann þarf að þola álag og vera sterkur, einfaldur í notkun með skilvirka viðhaldsþjónustu. Enn fremur þurfum við traust viðskiptasamband byggt á nýjustu tækni og nánu samstarfi – og það fáum við allt hjá Marel,” segir Vera að lokum.

Deila: