Strandveiðar stöðvaðar

Deila:

Matvælaráðuneytið hefur sent reglugerð til birtingar í Stjórnartíðindum um breytingu á reglugerð um strandveiðar. Þar er kveðið á um að Fiskistofa skuli fella úr gildi leyfi til strandveiða, frá sama tíma og strandveiðar eru stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum.

Öll strandveiðileyfi falla niður þegar strandveiðar verða stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Síðasti dagur strandveiða er þess  vegna í dag. Frá þessu greinir á vef Fiskistofu.

Þar segir að skipi sem er með strandveiðileyfi verði heimilt að halda til veiða á morgun af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi.

Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki áður en það fékk strandveiðileyfi þarf að sækja um almennt veiðileyfi áður en farið er til veiða.

Hægt er að skoða hvort skip sé með veiðileyfi á vefsíðu Fiskistofu undir skipaleit.

Deila: