Góðri makrílvertíð að ljúka

Deila:

Makrílvinnslu hjá Vinnslustöðinni mun ljúka árla föstudags og lýkur þar með góðri makrílvertíð 2023. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Þar er haft eftir Benóný Þórissyni framleiðslustjóra að vertíðin hafi verið góð. Samanlagður makríl kvóti VSV og Hugins sé 19.000 tonn. Nú blasi við að hann muni fullnýtast.

Í fréttinni kemur  fram að makríllinn hafi fram að verslunarmannahelgi verið veiddur í íslenskri lögsögu; stór og fínn fiskur. Eftir verslunarmannahelgi hafi hann hins vegar verið veiddur í Smugunni. Undanfarin þrjú ár hefur þurft að sækja allan aflann norður í Síldarsmuguna. Vel viðraði á miðunum í sumar og vertíðin því bæði gjöful og farsæl. Olíunotkun hafi verið minni og færri dagar hafi farið í siglingar. Kolefnisspor veiðanna hafi verið minna en undanfarin ár.

Fram kemur að sú staðreynd að makríll hafi fengist í íslenskri lögsögu styrki stðuna í viðræðum um hlutdeild Íslands í stofninum.

Deila: