Opið fyrir umsóknir um leyfi til selaveiða

Deila:

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2024. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Í Reglugerð um bann við selveiðum kemur fram að selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu.

Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar  sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag.

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir til selveiða til eigin nytja fyrir árið 2024.

Umsóknarfrestur er til 1. október 2023.

Deila: