LS: Vilji þjóðarinnar virtur að vettugi

Deila:

Landssamband smábátaeigenda segir það mikil vonbrigði að skoðanir þjóðarinnar á strandveiðum, sem birtust í rannsóknarskýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands skuli hafa verið virtar að vettugi í niðurstöðum starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar. Þetta kemur fram á vef sambandsins.

Þar er rifjað upp að þjóðin sé þeirrar skoðunar að 72,3% þjóðarinnar vilji að hlutfall strandveiða af heildarkvóta eigi að vera hærra en það er. Fram kemur að LS bindi vonir við að við gerð frumvarpsins um heildarlög sjávarútvegsins, sem nú sé í smíðum, verði tekið tillit til sjónarmiða þjóðarinnar og þannig verði skapað mikilvægt skref ti laukinnar sáttar um sjávarútveginn.

„Hagræni hópur „Auðlindarinnar okkar“ ákvað hins vegar að leggja ekki til breytingar á strandveiðum, að strandveiðikerfið sé ýmsum annmörkum háð þrátt fyrir stuðning í samfélaginu.  Í kynningunni var meðfylgjandi mynd teiknuð upp sem tillaga hópsins sem hann nefndi „Innviðaleið“,” segir á vefnum.
Deila: