Eldislaxar veiddust líka í Hrútu

Deila:

Holl sem var að ljúka veiðum í Hrútafjarðará veiddi tvo laxa sem litu út fyrir að vera eldislaxar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Veiðiþjónustunnar Strengja.

„Veiðimenn verða að fylgjast vel með grunsamlegum fiskum þar sem eftir er veiðitíma og hirða þá til skoðunar. Einnig mun veiðifélagið og leigutakar gera ráðstafanir til að ná sem flestum eldislöxum áður en kemur til hrygningar síðar í haust,” segir í færslunni.
Reynist grunsemdirnar á rökum reistar bætist Hrútafjarðará á langan lista áa á norðanverðu landinu þar sem eldislax hefur veiðst.
Deila: