Matvælastofnun afléttir banninu

Deila:

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 á langreið sem leiddi til tímabundinnar stöðvunar, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

MAST setti þau skil­yrði fyr­ir því að bann­inu yrði aflétt, að fram færi skotæf­ing á sjó. Tilgangurinn var að sýna fram á hæfni skyttunnar á skipinu. Þessum æfingum er lokið.

Einnig var það skilyrði sett að verklags­regl­ur yrðu upp­færðar með til­liti til at­huga­semda sem MAST og Fiski­stofa gerðu. Verklagsreglurnar yrðu svo stofnanirnar að samþykkja og þær kynntar fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9.

Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp.

Deila: