Hafró vinnur að nýju áhættumati

Deila:

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunnar ætla að endurskoða drög að áhættumati vegna fiskeldis. Það var ákveðið eftir slysasleppingu úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst. RÚV greinir frá þessu.

Þar segir að á meðal hlutverka Hafró sé að vinna áhættumat vegna fiskeldis, það sé gert með reglulegu millibili. Tilgangurin nsé að greina hve mikið af eldislaxi geti gengið upp í ár án þess að skaða villta stofninn. Fram kemur að síðasta áhættumat Hafró sé frá 2020 en þar kemur fram að samþykkt hámarksframleiðsla eldislaxa í kvíum sé rúmlega 106 þúsund tonn. Í dag er tvöfalt það magn framleitt.

Hafró hefur undanfarið unnið að gerð nýs áhættumats og sendi það til Samráðsnefndar um fiskeldi fyrr í mánuðinum. Í því er ekki gert ráð fyrir að margir kynþroska laxar gangi í laxveiðiár, að því er segir í frétt RÚV. Komið hefur í ljós að langstærstur hluti þeirra eldislaxa sem sluppu úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði á dögunum var kynþroska.

Deila: