Meirihluti andvígur sjókvíaeldi

Deila:

Meirihluti þjóðarinnar, eða 57,5% er þeirrar skoðunar að banna ætti sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup hefur gert fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF). Þrír fjórðu hluti þátttakenda telur að villta laxastofninum stafi frekar eða mjög mikil hættaf af eldi í opnum sjókvíum.

Fram kemur að stuðningurinn við sjókvíaeldi sé mismikill eftir flokkum. Þannig eru stuðningsmenn VG mest á móti sjókvíaeldi (83%) en 41% kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Efnt hefur verið til mótmæla þann 7. október næstkomandi, til að mótmæla sjókvíaeldi.

Deila: