Aflamet hjá Hafrafelli

Deila:
Hafrafell SU 65 var aflahæst krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu 2022 / 2023. Skipið veiddi 2.509 tonn. Landssamband smábátaeigenda greinir frá þessu. Þar segir að Hafrafell sé 29,37 brúttótonn og 13,56 metrar að lengd. „Ótrúlegar aflatölur hjá ekki stærri bát.”
Fram kemur að afli Hafrafells sé sá mesti sem krókaaflamarksbátur hafi borið að landi á einu fiskveiðiári. „Á bátnum eru tvær fjögurra manna áhafnir sem róa tvær vikur í senn.  Skipstjórar eru Andrés Pétursson og Ólafur Svanur Ingimundarson. Landssamband smábátaeigenda óskar þeim og áhöfnum þeirra til hamingju með einstakan árangur.”
Deila: