Nýr Bárður í reynslusiglingum

Deila:

Hinn nýi Bárður SH, stærsti plastbátur landsins, er nú í reynslusiglingum út frá skipasmíðastöðinni Bredegaard í Danmörku. Þegar þeim og endanlegum frágangi verður lokið, verður haldið til Hanstholm, þar sem dekkbúnaður verður tekinn um borð og síðan haldið heim.

Pétur Pétursson, útgerðarmaður og eigandi bátsins, segir að líklega dragist heimferðin fram að næstu mánaðamótum. Frágangi á bátnum hafi seinkað vegna sumarleyfa. Hann segist að öðru leyti vera mjög ánægður með bátinn og hann fari vel í sjó. Þeir fengu á sig 17 metra vind í fyrstu reynslusiglingu en allt gekk samt vel. „Þetta lítur allt vel út og er að klárast.  Við erum bara sáttir við bátinn,“ segir Pétur.

Deila: