Saltfiskvika fer vel af stað

Deila:

Saltfiskvika hófst í síðustu viku og hefur hún farið vel af stað. Þrettán veitingastaðir í kringum landið bjóða upp á sælkerasaltfiskrétti, hver með sínu sniði.

Löng saga og hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi, en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda í Suður-Evrópu og gengur ýmist undir nafninu bacalao, baccalá eða bacalhau. Þar er íslenskur saltfiskur þekktur fyrir afburðagæði og skipar stóran sess í matarhefðum, ekki síst um páska og jól.

Ferð fyrir tvo til Barcelona í vinning

Allir sem taka þátt í Saltfiskvikunni eiga möguleika á að vinna ferð fyrir tvo til Barcelona. Það eina sem þarf að gera er að panta saltfiskrétt hjá einum þeirra veitingastaða sem taka þátt í vikunni, birta mynd af réttinum á Instagram og setja inn #saltfiskvika.

Hér má nálgast helstu upplýsingar um veitingastaðina sem taka þátt í Saltfiskviku.

Allar nánari upplýsingar má finna á saltfiskvika.is.

 

Deila: