Meira en 100 þúsund laxar hafa sloppið frá 2017

Deila:

Áætlað er að 113.500 eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum á Vestfjörðum frá árinu 2017. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn frá þingmanninum Gísla Rafni Ólafssyni.

Í svarinu kemur fram að framleiðsla í laxeldi í sjókvíum hafi verið 209.560 tonn á umræddu tímabili. Að þeim forsendum gefnum megi áætla að 0,54 laxar hafi sloppið fyrir hvert framleitt tonn.

Enn fremur segir í svarinu að 16 atvik séu skráð þar sem gat hefur fundist á sjókvíum, frá árinu 2010. Af þeim eru 14 á Vestfjörðum. Ekki er víst að fiskar hafi sloppið í öllum tilvikum.

Í fyrirspurninni var einnig spurt hversu margir eldislaxar hafi fundist í laxveiðiám frá árinu 2010.

„Í nóvember 2013 var tilkynnt um að sloppið hefðu 200 laxar úr eldiskví í Patreksfirði. Sumarið 2014 varð vart við meinta eldislaxa í Patreksfirði og veiddust 105 laxar í netaveiðum á laxi sem Fiskistofa stýrði. Auk þeirra fengust upplýsingar frá veiðimönnum um 104 laxa veidda á stöng. Því var staðfest að 209 laxar hefðu veiðst í og við Ósá í botni Patreksfjarðar en þar eru afar takmörkuð skilyrði til uppvaxtar laxaseiða. Alls voru greind 45 hreistursýni af þessum löxum og voru 43 þeirra af laxi af eldisuppruna.

Til Hafrannsóknastofnunar bárust sýni af 10 löxum af eldisuppruna til greiningar árið 2018, 6 árið 2019, 3 árin 2020 og 2021 og 28 árið 2022. Alls hefur verið staðfest að eldislaxar hafi veiðst í 25 ám 2023. Auk þeirra eru nú sýni af 79 löxum til viðbótar í greiningu. Alls hafa því Hafrannsóknastofnun borist sýni af 166 löxum (miðað við 27. sept. 2023), með einkenni eldisuppruna. Hafrannsóknastofnun eru enn að berast sýni frá meintum eldislöxum frá veiðimönnum, veiðiréttareigendum og vegna veiðiátaks Fiskistofu. Þannig hafa Hafrannsóknastofnun á veiðisumrinu 2023 borist meintir eldislaxar úr 29 veiðiám (veiðisvæðum), allt frá Kálfá að Fnjóská. Ekki er víst að allir eldislaxar sem veiðast berist Hafrannsóknastofnun til greiningar.”

Ár og vatnakerfi þar sem meintir eldislaxar hafa veiðst og borist Hafrannsóknastofnun til greiningar á uppruna 17. október 2023. Fram kemur fjöldi laxa í greiningu, fjöldi staðfestra eldislaxa og fjöldi laxa þar sem greiningu er ólokið.

Staðsetning (nr. á mynd) Samtals í greiningu Staðfestir eldislaxar Greiningu ólokið
Vesturland               
1. Hvítá 1 1
2. Álftá 1 1
3. Hít­ará 1 1
4. Haffjarðará 2 2
5. Holtsá 1 1
6. Hauka­dalsá 1 1
7. Svína­fossá 1 1
8. Laxá í Döl­um 9 4 5
9. Krossá 1 1
10. Búðar­dalsá 8 2 6
11. Staðar­hólsá/​Hvolsá 10 10
Vestfirðir (að Ströndum)     
12. Þorska­fjarðará 1 1
13. Móra 3 3
14. Vatns­dalsá 3 1 2
15. Örlygs­höfn 4 4
16. Suður­fossá 5 5
17. Pat­reks­fjörður/Ó​sá 6 6
18. Sunn­dalsá 20 7 13
19. Dynj­and­isá 1 1
20. Mjólká 2 2
21. Laug­ar­dalsá 2 2
22. Ísa­fjarðará 21 15 6
23. Langa­dalsá 9 6 3
24. Hvanna­dalsá 3 1 2
25. Selá 2 2
Strandir og Norðurland     
26. Kjós­ará 1 1
27. Staðará 6 6
28. Víðidalsá 2 2
29. Hrúta­fjarðará 38 7 31
30. Síká 6 6
31. Miðfjarðará 26 16 10
32. Tjarn­ará 3 1 2
33. Hóp 1 1
34. Víðidalsá 3 1 2
35. Vatns­dalsá 18 12 6
36. Blanda 55 44 11
37. Héraðsvötn 2 2
38. Hús­eyj­arkvísl 4 3 1
39. Laxá á Refa­sveit 15 5 10
40. Hjalta­dalsá/​Kolka 2 1 1
41. Eyja­fjarðará 1 1
42. Fnjóská 2 2
Suðurland          
43. Geir­landsá 1 1
44. Kálfá 2 1 1
Samtals öll svæði 306 164 142
Deila: