Tillaga um rekstrarleyfi fyrir Arnarlax að Gileyri

Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arnarlax hf. vegna fiskeldis að Gileyri í Tálknafirði. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á laxi og bleikju. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Þar er kallað eftir athugasemdum en frestur til að skila þeim er til 6. desember 2023.

Í tillögunni kemur fram að á gildistíma leyfisins, sem er ekki tilgreindur, skuli fara fram vöktun og rannsóknir af hálfu rekstrarleyfishafa til að meta vistfræðileg áhrif á nánasta umhverfi eldisstöðvarinnar. „Varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi vegna eldis eða flutnings á fiski skulu vera skráðar og aðgengilegar hjá eldisaðila, og áætlun um aðgerðir til að endurheimta fisk sem sleppur. Leyfishafi skal sjá til þess að að viðbragðsáætlun vegna slysasleppinga sé staðsett á eldissvæðinu og kynna starfsmönnum hana. Rekstrarleyfishafi sem missir fisk úr fiskeldisstöð, skal án tafar tilkynna slíkan atburð til Fiskistofu, Matvælastofnunar, sveitafélaga og næstu veiðifélaga.”

Sjá tillöguna hér.

Tilkynning Arnarlax til Skipulagsstofnunar

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu

Deila: