Blæs á sögusagnir um fjárhagserfiðleika

Deila:

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hafnar því í viðtali við Eyjafréttir að félagið glími við fjárhagslega erfiðleika. Hann segir ekkert hæft í því að uppi séu hugmyndir um að selja togarann Þórunni Sveinsdóttir, sem keypt var fyrr á árinu.

„Ég hef fengið spurningu um að við séum að selja Þórunni Sveinsdóttur allsstaðar að.  Ég veit bara að um það hefur hvorki verið rætt innan hóps stjórnenda né stjórnar.  Ég hringdi strax í skipstjórnendur á Þórunni þegar ég frétti af þessum ,,kjaftagangi”, vil ég segja, og sagði þeim að láta þessar sögusagnir sem vind um eyru þjóta  Þetta hefur gengið svo langt að við höfum heyrt hverjir kaupendur eru og þeir vissu ekki heldur að þeir væru að kaupa!“ er haft eftir Binna.

Hann segir enn fremur að engar umræður hafi átt sér stað á meðal hluthafa um að skrá félagið á markað.

Nánar hér.

Deila: