Ferðamenn sáttastir við sjávarafurðirnar

Deila:

Ferðamenn eru ánægðastir með gæði sjávarafurða á íslenskum veitingastöðum, samkvæmt könnun Seafood from Iceland. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. Þar segir að erlendir ferðamenn hafi lýst mestri ánægju með gæði sjávarafurða þegar þeir voru beðnir að meta þann mat sem þeir nutu á ferð sinni um landið. Könnunin var framkvæmd í tengslum við markaðsverkefnið „Seafood from Iceland“ sem er samstarfsverkefni Íslandsstofu, SFS og um 29 fyrirtækja í Íslenskum sjávarútvegi.

„78% aðspurðra ferðamanna sem neyttu fiskmetis meðan þeir dvöldu hér á landi gáfu því einkunnina 8-10 (af 10 mögulegum). Til samanburðar gáfu um 50% matnum almennt hér á landi sambærilega einkunn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem framkvæmd var af Maskínu fyrir Íslandsstofu meðal erlendra ferðamanna núna í sumar.

Matur og matarmenning íslensku þjóðarinnar virðist ekki vega þungt þegar erlendir gestir taka ákvörðun um að heimsækja landið. Einungis 15% segja að matur og matarmenning hafi haft mikil áhrif á ákvörðun þeirra en 85% segja það hafa haft lítil áhrif. Erlendir ferðamenn eru líklegastir til að nefna sjávarafurðir (59%) þegar þeir eru spurðir hvaða matvæli þeir tengja helst við áfangastaðin, 53% nefndu lambakjöt og 40% nefndu skyr. Önnur matvæli voru nefnd sjaldnar.”

Nánar má lesa um könnuina hér.

 

Deila: