Kynna iATLANTIC á málstofu 15. janúar

Deila:

Murray Roberts, Lea-Anne Henry og Stefán Áki Ragnarsson kynna iATLANTIC verkefnið á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem fram fer þann 15. janúar næstkomandi á fyrstu hæð í Fornubúð 5 í Hafnarifrði. Viðburðurinn hefst klukkan 12:30 en honum lýkur 13:10.

Að því er fam kemur á vef Hafró er ATLANTIC alþjóðlegt verkefni sem hefur m.a. þann tilgang að búa til reiknilíkön til að kanna haffræðilega ferla, kortleggja búsvæði, greina breytingar í gerð vistkerfa í tíma og rúmi og meta áhrif hlýnunar á vistkerfi. Murray Roberts, Lea-Anne Henry (bæði frá Háskólanum í Edinborg) og Stefán Áki Ragnarsson (sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun) flytja erindið sem verður á ensku.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir vinnu iAtlantic auk þess að niðurstöður tímaraðagreininga ýmissa vistkerfa frá 12 rannsóknarsvæðum, þar á meðal Íslandi (botnfiskar, loðna og hvalir)Niðurstöður sýna að vistkerfi á mörgum þessara rannsóknarsvæða sýndu breytingar í gerð vistkerfa yfir tíma á mörgum rannsóknarsvæðanna, s.s. aukning í hlýsjávartegundum.

Nánari upplýsingar hér.

Deila: