Grunur um stórfelld samkeppnisbrot

Deila:

Sex norskum framleiðendum eldislax er legið á hálsi fyrir að hafa stundað ólögmætt samráð í verðlagningu á afurðum síðum. Fyrirtækin eru Cermaq, Grieg Sea­food, Brem­nes, Lerøy, Mowi og SalM­ar. Tvö þeirra eiga Arnarlax og Arctic Fish, sem framleiða lax á Vestfjörðum.

Það er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að ætluð brot hafi staðið við sölu á ferskum laxi á árunum 2011 til 2019. Þau hafi deilt hvert með öðru upplýsingum um verð, birgðastöðu og framleiðslumagn, framleiðslugetu, auk fleiri verðmyndandi atriðum.

Fram kemur að þessi félög framleiði um 80% af öllum eldislaxi í heiminum. Félögin eiga yfir höfði sér sekt sem nemur allt að 10% af veltu á heimsvísu.

Tvö af þessum félögum eiga hluti í fyrirtækjum sem framleiða eldislax á Íslandi. Mowi á meira en helmingshlut í Arctic Fish og Salmar á sömuleiðis ráðandi hlut í Arnarlaxi.

Deila: