Hvalur vill skaðabætur frá ríkinu

Deila:

Fyrirtækið Hvalur hf. telur sig hafa orðið fyrir stófelldum tekjumissi og fjárútlátum vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna veiðar á langreyðum tímabundið í fyrra. Fyrirtækið hefur sent kröfu á ríkislögmann en nýverið komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða í fyrra hafi ekki staðist lög.

Hvalur telur að félagið eigi rétt á skaðabótum frá ríkinu vegna þess fjártjóns, meðal annars vegna launakostnaðar.

Verkalýðsfélag Akraness og Félag skipstjórnarmanna hafa lýst þeirri afstöðu sinni að starfsmenn Hvals eigi launakröfur á hendur fyrirtækinu vegna bannsins.

 

Deila: