Tvö stutt og eitt langt

Deila:

Á vef Samherja er fjallað um þá hefð sem skapast hefur á Akureyri að fiskiskip flauti þegar þau láta úr höfn. Þegar skipin eru komin á siglingu og eru hæfilega langt frá bryggju er flautað tvisvar sinnum í eina til tvær sekúndur og einu sinni í fjórar til sex sekúndur. Með þessu merki kveður áhöfnin heimahöfn með táknrænum hætti og heldur til veiða.

Fram kemur í fréttinni að ekki sé vitað nákvæmlega hversu gömul þessi hefð sé en skipstjórar Samherjar hafa haft þennan háttinn ár í fjörutíu ár. Þeir erfðu þennan sið frá togurum ÚA.

„ Sjávarútvegur hefur alla tíð verið öflugur á Eyjafjarðarsvæðinu og íbúarnir fylgjast þess vegna nokkuð vel með komum og brottförum fiskiskipa. Líklega voru þessi hljóðmerki í upphafi fyrst og fremst hugsuð til þess að upplýsa íbúana um brottfarir skipa, auk þess sem áhafnirnar voru með táknrænum hætti að kveðja sitt fólk og heimahaga,“ er haft eftir Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja.

 

Deila: