Óðinn sinnti eftirliti í blíðskaparveðri
Varðbáturinn Óðinn sinnti eftirliti skammt utan Reykjavíkur síðast liðinn föstudag í blíðskaparveðri. Báturinn nýtist sérlega vel við löggæslu og eftirlit á grunnslóð en verkefnin sem hann getur sinnt eru nánast óteljandi. Óðinn er í umsjá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar. Að þessu sinni voru stýrimenn og háseti af varðskipinu Tý með í för og heppnaðist eftirlitið vel.