Íslandsmet slegið hjá Eskju

Deila:

Færeyska uppsjávarskipið Christian í Grótinum landaði á sunnudag 3.653 tonnum af kolmuna úr einni veiðiferð. Á Facebook-síðu Eskju kemur fram að um sé að ræða stærsta farm sem landað hefur verið úr einni veiðiferð í íslenskri höfn.

Fram kemur að aflinn hafi fyllt alla hráefnistanka Eskju af kolmuna. Innan við sólarhring tók að landa úr skipinu.

Fram kemur að skipið sé eitt það allra stærsta og fullkomnasta uppsjávarskip sem til er. Eskja hefur tekið við 28 þúsund tonnum af kolmuna frá áramótum. Helmingur þess hefur verið keyptur af færeyskum og norskum skipum.

Deila: