Sjómenn samþykktu kjarasamning

Deila:

Sjómenn í Sjómannasambandi Íslands samþykktu fyrir helgi kjarasamning við SFS með tæplega 63% greiddra atkvæða. Kjörsókn var tæplega 54%. Samningurinn gildir frá síðustu áramótum og gildir í níu ár.

Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir mikilvægt að sjómenn séu nú komnir með sömu lífeyrisréttindi og aðrir landsmenn auk þess sem ákvæði um veikindarétt séu styrkt verulega. Þá séu sjómenn lausir undan hlutdeild í olíukostnaði auk þess sem kauptrygging hækki verulega.

Hér má sjá kynningu á samningnnum.

Deila: