Nýr Júlíus Geirmundsson smíðaður

Deila:

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf hefur undirritað samning við skipasmíðastöðina Astilleros Ria del Vigo í Vigo á Spáni um byggingu nýs skips sem mun leysa Júlíus Geirmundsson af hólmi. Skipið Júlíus er orðið 35 ára gamalt.

Fram kemur á vef Bæjarins besta að skipið sé hannað af verkfræðistofunni Skipasýn í samvinnu við útgerðina. Það verður rúmlega 67 metrar að lengd og 16 metrar á breidd. Til stendur að skipið verði afhent síðari hluta árs 2026.

í fréttinni segir að skipið verði sparneytið og að við hönnun þess hafi verið lögð áhersla á góðan aðbúnað áhafnarinnar.

„Hraðfrystihúsið–Gunnvör hf. gerir út 2 togara, er með fiskvinnslu í Hnífsdal og niðursuðuverksmiðju í Súðavík.  Auk þess stundar dótturfyrirtæki félagsins, Háafell ehf. laxeldi í Ísafjarðardjúpi og vinnur núna að stækkun seiðaeldisstöðvar sinnar á Nauteyri við Ísafjarðardjúp,” segir í fréttinni.

Deila: