Fiskuðu við Fótinn

Deila:

Gullver NS landaði rúmlega 107 tonnum í heimahöfn á Seyðisfirði í gær að því er segir á vef Síldarvinnslunnar. 85 tonn voru af þorski en um 20 tonn af ýsu.

Skipið hélt á ný til veiða síðdegis. Rætt er við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra í fréttinni. Hann segir að veiðiferðin hafi gengið vel. „Hún gekk nokkuð vel. Við vorum mest að fiska við Fótinn, frá Örvæntingu og norður á Herðablað. Það þurfti að elta fiskinn talsvert á svæðinu en það var góð veiði nánast allan tímann. Fiskurinn sem þarna fékkst var hinn fínasti. Við fórum út fljótlega eftir löndin því við vildum hefja veiðar áður en brældi, en hann spáði hundleiðinlegu veðri,“ segir Hjálmar Ólafur.

Deila: