Kaldbakur fékk yfirhalningu

Deila:

Kaldbakur, skip Samherja, fékk yfirhalningu á Akureyri nýverið. Skipið, sem er aðeins sjö ára gamalt, var málað og ráðist var í ýmsar fyrirbyggjandi agðerðir, svo sem upptekt áðalvél og lagfæringar á stýrisbúnaði. Þetta kemur fram á vef Samherja.

Verkið tók að sögn fjórar vikur en svipaðar endurbætur hafa farið fram á systurskipunum Björgu EA og Björgúlfi EA. Haft er eftir Sigurði Rögnvaldssyni verkefnastjóra hjá Samherja að allar áætlanir hafi staðist. Auk Slippsins hafi nokkrir verktakar komið að endurbótunum.

„Skrokkur skipsins var málaður, einnig millidekk og lestarrými. Kaldbakur er sjö ára gamalt skip og þess vegna þótti skynsamlegt að ráðast í nokkrar endurbætur, svo sem upptekt á aðalvél og lagfæringar á stýrisbúnaði. Þessi systurskip hafa reynst afskaplega vel í alla staði en með tímanum þarf auðvitað að huga að fyrirbyggjandi endurbótum og þeim er nú lokið. Við getum hiklaust sagt að skipin séu í topp standi, þökk sé útgerð og áhöfnum skipanna,“ segir hann.

Deila: