Smíði hafin á nýjum vetnisskipum

Deila:

Smíði er hafin á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum Samskipa sem sigla munu á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Stálskurðarathöfn, sem markar formlegt upphaf smíði skipa með því að byrjað er að sníða stál til skipagerðarinnar, fór fram í gærmorgun, 29. febrúar, í Cochin skipasmíðastöðinni í Kochi á Indlandi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samskipum. Gert er ráð fyrir að smíði skipanna taki tvö ár.

„Vetnisknúnu flutningaskipin Seashuttle koma til með að flytja vörur milli Noregs og Hollands og verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án mengandi útblásturs. Áætlað er að með notkun vetnisins sparist hjá hvoru skipi útblástur sem nemur um 25.000 tonnum CO2. Þá verða skipin útblásturslaus í viðkomu höfn með notkun grænnar landorku.”

Deila: