Andarnefju rak á land

Deila:

Um 8 metra langan hval, líklega andarnefju, rak á land í Álftafirði á flóði. Guðmundur Kristinsson á Þvottá segir segir í samtali við ruv.is að hvalurinn hafi líklega drepist í hafi fyrir nokkru síðan því hann hefur skipt litum.

Hann liggi á Fauskasandi rétt austan við Þvottárskriður. Hann sé í hvarfi frá þjóðveginum en frá slóða austan við Fauská blasi hann við þegar komið sé niður fjörukambinn. Hann telur að þetta sé þriðji hvalurinn sem rekur á land þarna á síðustu 20 árum.

 

Deila: