SVG og VM samþykkja kjarasamning

Deila:

Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur (SVG) og Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM) hafa samþykkt kjara­samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

VM samþykkti samn­ing­inn með 67,6% at­kvæða en 31,3% greiddu at­kvæði gegn samn­ingn­um. Kosn­ingaþátt­taka var um 64%.
SVG samþykkti samn­ing­inn með 56,4% at­kvæða en 38,3% voru á móti. Kosn­ingaþátt­taka var 43.6%.

Á vef VM segir að samningurinn taki gildi frá 1. janúar síðastliðnum og kveður á um mikilvægar kjarabætur fyrir vélstjóra, ekki síst þegar kemur að lífeyrismálum og tímakaupi þegar þeir vinna í landi. Samningurinn gildir til 31. desember 2033, nema honum verði sagt upp fyrr.

 

Deila: