Greiningartími Salmonellu og Listeríu styttist

Deila:

Matís í Neskaupstað hóf nýverið mælingar á Salmonellu og Listeriu monocytogenis með PCR aðferð. Unnið hefur verið að því síðastliðna mánuði að bjóða upp á nýjar, hraðvirkar aðferðir við örverumælingar í matvælum og fóðri með notkun PCR tækni auk rótamín mælinga í mjöli. „Við erum ánægð að greina frá því að tilkoma þessarar tækni stóreykur þá þjónustu sem við getum veitt viðskiptavinum okkar“ segir Stefán Eysteinsson, stöðvarstjóri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matís.

Með þessari aðferð er að sögn mögulegt að vinna sýni hraðar og betur en einungis þarf að forrækta Salmonellu í sólarhring og Listeriu í tvo sólarhringa í hefðbundnu bakteríuæti áður en PCR próf er framkvæmt. „Heildar greiningartími fyrir salmonellu styttist því úr 4 sólarhringum í 1 sólarhring og fyrir Listeriu úr 6 sólarhringum í 2 sólarhringa.“

Deila: