Lönduðu afla fyrir 238 milljónir

Deila:

Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar á þriðjudag með 616 tonn af fiski. Þar af voru 231 tonn af ýsu, 149 af ufsa og 103 af gullkarfa. Um 100 tonn voru af þorski.

Fram kemur í færslu á vef útgerðarinnar að heildarverðmætið hlaupi á 238 milljónum króna.

Deila: