Ekki villast – radarinn er kominn í loftið

Deila:

Hvert var útflutningsverðmæti sjávarafurða í fyrra, hvaða afurð er verðmætust, hvert seljum við fiskinn, hvað notar flotinn mikið af olíu, hvað er framleitt mikið af eldisfiski á Íslandi og hverjir kaupa? Svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum má finna á nýjum vef um íslenskan sjávarútveg og fiskeldi sem hefur verið opnaður; radarinn.is

Radarinn er á forræði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og er hugsaður sem „mælaborð“ sjávarútvegs og fiskeldis á Íslandi. Hann skiptist í fimm flokka; útflutning, hagkerfið, vinnumarkað, umhverfismál og fiskeldi.  Allar tölur sem birtar eru á radarinn.is eru fengnar úr opinberum gögnum.

 

Deila: