Grásleppukvótinn við Grænland 1.300 tonn

Deila:

Ákveðið hefur verið að grásleppukvóti Grænlendinga verði 1.300 tonn og veiðitímabilið verði 44 dagar. Veiðunum er skipt upp í mörg veiðisvæði eins og hér svo og tímabil.

Veiðum á hverju svæði fyrir sig lýkur þegar leyfilegur dagafjöldi er liðinn eða þegar kvóta hvers svæðis er náð. Þeir sem taka á móti grásleppunni skulu tilkynna upphafsdag veiða til sjávarútvegsráðuneytisins og hafa eftirlit með veiðunum og að settum reglum sé fylgt.

Grásleppukvótinn er ákveðinn í samræmi við ráðleggingar fiskifræðinga.

 

Deila: