Tveir komnir með 60 tonn af grásleppu

Deila:

Tveir bátar eru komnir yfir 60 tonn á grásleppuveiðum en 11 bátar hafa rofið 50 tonna múrinn. Þetta má lesa úr gögnum Fiskistofu.

Grásleppuveiðar hófust 1. mars síðastliðinn og hafa aldrei hafist fyrr. Í tvígang hefur verið bætt við dögum en nú má veiða 55 daga.

Hér má sjá listann yfir aflahæstu grásleppubátana, það sem af er vertíðinni. Sumir hafa lokið veiðum en aðrir eru enn að.

Samtals hafa 2.700 tonn af grásleppu verið veidd á yfirstandandi vertíð. Þar af hefur ríflega 1.000 tonnum verið landað til byggðakvóta.

Deila: