Sóttu Slysavarnaskólann á milli róðra

Deila:

Áhafnir skipanna Bergs VE og Vestmannaeyjar VE gerðu hlé á veiðum og sóttu Slysavarnarskóla sjómanna í vikunni. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir að áhafnirnar sæki skólann á fimm ára fresti. Að þessu sinni hafi kennslan farið fram í Reykjavík en síðast fór hún fram í Eyjum. „Að lokinni Reykjavíkurdvöl áhafnar Bergs hélt hann til veiða sl. fimmtudag og landaði síðan fullfermi í Eyjum á sunnudaginn. Strax að lokinni löndun var haldið til veiða á ný og reynt við karfa og mun Bergur landa í dag,” segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar.

„Vestmannaey landaði í Eyjum sl. miðvikudag, hélt á ný til veiða á fimmtudag og landaði á sunnudaginn. Áhöfnin fór síðan til Reykjavíkur og sótti Slysavarnaskólann í gær. Gert er ráð fyrir að Vestmannaey haldi á ný til veiða næstkomandi fimmtudag.”

Fram kemur að afli beggja skipa hafi í síðustu veiðiferðum einkum verið ýsa og þorskur. Nú eigi að leggja áherslu á aðrar tegundir.

Deila: