Ráðgjöf Hafró kynnt á föstudag

Deila:

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 7. júní 2024 kl. 9.00, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt. Fundurinn er öllum opinn fyrir alla áhugasama, sjá tengil á streymi hér. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

08:30 – Húsið opnar (kaffi og með því)

09:00 – Inngangur

09:10 – Ferli ráðgjafar & gagnasöfnun

09:30 – Togararall í 40 ár

09:45 – Endurskoðun aflareglna/tækniskýrslna

10:00 – Kynning ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2024/2025. Í kjölfarið er boðið upp á spurningar og svör í sal.

10:45 – Almennar umræður: t.d nánar um ráðgjöf einstakra tegunda – farið í forsendur, og eftir atvikum nánar í aðrar tegundir, að ósk fundarmanna.

11:00 – Lok fundar

Deila: