Jólalax

Deila:

Sjálfsagt eru það margir sem vilja breyta til frá íslenskri matarhefð og hafa lax um jólin, enda er hann lostæti ekki síður en hamborgarhryggur eða hangikjöt. Einnig er gott að hafa í huga að lax er fituríkur fiskur og inniheldur mikið af omega3 fitusýrum, sem eru okkur nauðsynlegar allt frá fósturstigi til elliára. Hér komum við því með uppskrift að laxi, sem gæti hentað einhvern af þeim hátíðlegu dögum, sem nú fara í hönd.  Uppskriftin er að þessu sinni miðuð við sex manns.

Innihald:

smávegis matarolía

12 ananashringir ferskir eða úr dós

1 stórt laxaflak, um það bil 1,5 kíló

salt

ferskur malaður pipar

3 msk. brætt smjör

3 msk. sweet chili sauce

2 msk. ferskur saxaður kóríander

3 hvítlauksrif, marin

2 tsk. ferskur saxaður engifer

2 tsk. sesamolía

½ tsk. muldar rauðar piparflögur

1 msk. hlynsýróp

1 msk. ristuð sesamfræ

púrrulaukur sneiddur þunnt

Nokkrir límónugeirar

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180° og leggið álpappír í botninn á ofnskúffunni. Smyrjið álpappírinn með matarolíunni og raðið ananassneiðunum á álpappírinn.
  2. Kryddið laxaflakið beggja vegna með salti og pipar og leggið það ofan á ananassneiðarnar með roðhliðina niður.
  3. Blandið saman í skál bræddu smjöri, chili-sósu, kóríander, hvítlauk, engifer, hlynsýrópi og rauðu piparflögunum. Berið blönduna á laxinn í jöfnu lagi.
  4. Bakið laxinn í ofninum í um það bil 25 mínútur. Skjótið þá grillinu á hann í 2-3 mínútur. Stráið sesamfræjunum, púrrulauknum og límónugeirunum yfir. Berið fram með nýjum soðnum kartöflum, góðu brauði og fersku salati að eigin vali.
Deila: