Lítil breyting á ráðgjöf í þorski, ýsu og ufsa

Deila:

Ráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár var kynnt í morgun, föstudaginn 7. júní. Stóru fréttirnar eru þær að þorskveiðar eru nánast óbreyttar milli ára. Ráðgjöfin í þorski hækkar um 1%.

Þessi ákvörðun byggir að sögn á ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því hækkar ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert er ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi.

Ráðgjöf í ýsu og ufsa er eins og verið hefur.

 

 

Deila: