Mikill samdráttur í sjávarútvegi

Deila:

Hagstofa Íslands greinir frá því í tilkynningu að 18% samdráttur hafi orðið í sjávarútvegi og fiskeldi í mars og apríl 2024, samanborið við 2023. Velta jókst hins vegar í flestum atvinnugreinum hagkerfisins. Aukningin var þó almennt lítil umfram verðbólgu. „Þannig var jákvæður raunvöxtur í fjórum af 14 stærstu atvinnugreinum landsins; fasteignaviðskiptum, byggingarstarfsemi, upplýsingatækni og fjarskiptum og að minna leyti í ferðaþjónustu en nokkuð hefur hægt á vexti hennar undanfarið. Lítill vöxtur og lækkanir voru hins vegar í öðrum greinum en velta dróst mest saman í bílasölu, sjávarútvegi og álframleiðslu.”

 

Deila: