Haustbrælur hamla veiðum

Deila:

Haustbrælurnar hafa sett svip sinn á fiskveiðarnar í haust. Gæftir hafa verið erfiðar, sérstaklega fyrir minni skip og báta, en jafnvel stærstu skipin hafa þurft að leita vars undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi eða flýja undan veðri á aðrar slóðir. Þangað þurftu til dæmis frystitogararnir Tómas Þorvaldsson GK og Blængur NK að leita um stund í síðustu veiðiferðum þeirra. Þess má geta að Tómas er næststærsti togari landsins. Í tilefni þessa er kannski viðeigandi að birta þessa mynd af Bergi VE sem á sínum tíma hlaut önnur verðlaun í norrænni samkeppni um sjávarútvegsmyndir. Myndin er frá Bergþóri Gunnlaugssyni skipstjóra á Tómasi Þorvaldssyni en hún var tekin í brælu fyrir austan.

Deila: