Laxaseiði sluppu úr landeldi við Kópasker

Deila:

Matvælastofnun barst tilkynning frá Kaldvík ehf. þriðjudaginn 30. júlí 2024 um óhapp sem leiddi til stroks eldislax við dælingu laxaseiða úr landeldisstöð fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri yfir í brunnbátinn Ronja Fjord. Frá þessu segir á vef stofnunarinnar.

Í tilkynningu segir að kom í ljós hafi komið að barki sem notaður sé við flutning seiða frá landeldisstöð út í brunnbát hafði farið í sundur á þilfari brunnbátsins Ronju Fjord.

„Atburðurinn uppgötvaðist kl. 13:47 á sömu stundu og óhappið varð. Lekinn var stöðvaður strax. Ljóst er að allt að 300 sjógönguhæf laxaseiði fóru í sjóinn. Starfsmenn Kaldvíkur brugðust við samkvæmt viðbragðsáætlun og lögðu út net. Ekkert veiddist í netin eftir 13 tíma.”

Stutt er síðan seiði sluppu úr landeldisstöð Samherja í Öxarfirði, steinsnar frá Kópaskeri.

Deila: