Íbúafundur um fiskeldi

Deila:

Opinn íbúafundur um fiskeldi verður haldinn í félagsheimilinu í Bolungarvík í dag, þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30. Á fundinum munu Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, fara yfir vinnu varðandi m.a. áhættumat erfðablöndunar, hvernig stofnunin hyggst haga þeirri vinnu og í kjölfarið taka við spurningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ávarpa fundinn.

Deila: