Mokveiða kolmunna á Broddgaltarbanka og við Sankti Kildu

Deila:

Norðmenn mokveiddu kolmunna í síðustu viku. Aflinn þá varð 58.540 tonn af 32 skipum. Á sama tíma voru íslensku skipin hætt veiðum þar sem kolmunninn var genginn út af alþjóðlega svæðinu, þar sem íslensk skip mega stunda veiðarnar. Hann er þá kominn inn í lögsögu Írlands, þar sem skip ESB og Noregs mega stunda veiðarnar.

Porcupine_Bank_and_Seabight,_NE_Atlantic

Fyrri hluta vikunnar voru skipin að veiðum norður af Broddgaltarbanka, Porcupine Bank, en svo færðust veiðarnar norður að Rockall og Sankti Kildu. Auk þess hafa bátarnir verið í kantinum við Sankti Kildu og verið að fá góðan afla. Því má segja að kolmuninn sé að veiðast á svæðinu frá Broddgaltarbanka að Sankti Kildu.
Skipin hafa svo verið að landa afla sínum allt frá Íslandi og Kyllibegs á Írlandi austur til Noregs og Danmerkur. Mestu af aflanum hefur verið landað í Noregi og Danmörku, en með svo miklum veiðum, sem verið hafa, er gert fyrir einhverri löndunarbið.

Deila: