Mokveiða kolmunna á Broddgaltarbanka og við Sankti Kildu
Norðmenn mokveiddu kolmunna í síðustu viku. Aflinn þá varð 58.540 tonn af 32 skipum. Á sama tíma voru íslensku skipin hætt veiðum þar sem kolmunninn var genginn út af alþjóðlega svæðinu, þar sem íslensk skip mega stunda veiðarnar. Hann er þá kominn inn í lögsögu Írlands, þar sem skip ESB og Noregs mega stunda veiðarnar.
Fyrri hluta vikunnar voru skipin að veiðum norður af Broddgaltarbanka, Porcupine Bank, en svo færðust veiðarnar norður að Rockall og Sankti Kildu. Auk þess hafa bátarnir verið í kantinum við Sankti Kildu og verið að fá góðan afla. Því má segja að kolmuninn sé að veiðast á svæðinu frá Broddgaltarbanka að Sankti Kildu.
Skipin hafa svo verið að landa afla sínum allt frá Íslandi og Kyllibegs á Írlandi austur til Noregs og Danmerkur. Mestu af aflanum hefur verið landað í Noregi og Danmörku, en með svo miklum veiðum, sem verið hafa, er gert fyrir einhverri löndunarbið.