Gefa út sjálfbærniskýrslu í fyrsta sinn

Deila:

Samherji hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu í fyrsta sinn. Skýrslan, sem tekur til ársins 2022, fjallar um ófjárhagslega þætti í starfsemi fyrirtækisins. Í skýrslunni segir að útgáfa hennar sé til marks um þá stefnu samstæðunnar að auka upplýsingafrlæði um starfsemi félagsins og áhrif þess á umhverfi og samfélag.  „Meginviðfangsefni árs- og sjálfbærniskýrslunnar eru sjálfbærar fiskveiðar, gæðamál og vottanir, áhrif á umhverfi, mannauðs- og starfsmannamál og stjórnarhættir. Við mótun viðfangsefna skýrslunnar leitaðist Samherji við að taka mið af væntingum hagsmunaaðila eins og starfsfólks, viðskiptavina og birgja.”

„Í niðurlagi ávarps forstjóra segir meðal annars: Leiðarstef okkar hjá Samherja hefur ávallt verið að ganga vel um auðlindirnar og vera jákvæðir þátttakendur í þeim samfélögum sem við störfum í. Það er því sérstakt ánægjuefni að geta veitt innsýn í starfsemi félagsins með þessari skýrslu.”

Skýrsluna má lesa hér.

Deila: