Amber laust af strandstað

Deila:

Hollenska saltflutningaskipið Amber losnaði af strandstað í innsiglingunni til Hornafjarðar á flóði um klukkan hálf níu í morgun. Skipið hafði setið fast á sandhrygg síðan á sunnudagsmorgun eftir að hafa lent út af siglingaleið í þröngum Hornafjarðarósi.

Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, segir í samtalið á ruv.is að Björn lóðs hafi aðstoðað, ýtt á skipið og haldið við það til að tryggja að það kæmist örugglega til hafnar. Engar skemmdir séu sjáanlegar á skipinu. Ágætar aðstæður hafi verið á strandstað og hægur vindur.
 

Deila: