Þorbirni skipt í þrennt

Deila:

Ákveðið hefur verið að skipta útgerðarfélaginu Þorbirni hf í Grindavík upp í þrjú fyrirtæki. Hvert þeirra verður með eitt skip í rekstri. Vinnslum fyrirtækisins verður einnig skipt upp á milli fyrirtækjanna þriggja.

Fiskifréttir greindu fyrst frá þessu.  Þar er rætt við Gunnar Tómasson framkvæmdastjóra, sem segir að börnin sín séu að taka við rekstrinum. „Þarna verða til þrjú félög úr einu. Þetta mun allt taka sinn tíma og við þurfum leyfi opinberra aðila alveg eins og ef um sameiningu hefði verið að ræða. Þegar það liggur fyrir mun þetta allt saman fara að taka á sig ákveðnari mynd. Það er nákvæmnisvinna að stofna þrjú félög upp úr einu. Það þarf að skipta upp eignum, ekki bara skipum og veiðiheimildum, heldur líka eignum í landi, skuldum, tækjum og tólum.“

Deila: