-->

Bakaður þorskur með límónusósu

Þorskur og aftur þorskur! Já, auðvitað því þorskurinn er úrvalds fiskur, sérstaklega ef hann er dreginn úr íslenskum sjó. Hér bjóðum við uppskrift að bökuðum þorski í mögnuðum kryddhjúp. Hún er tiltölulega einföld þó margar kryddtegundir séu í hjúpnum. Þetta er góð tilbreyting frá mörgum öðrum uppskriftum og hentar vel í rómantískan kvöldverð fyrir elskendur á öllum aldri.

Innihald:

1 tsk papríka

1 tsk þurrkuð steinselja

½ tsk oregano

½ tsk chilliduft

½ tsk hvítlauksduft

¼ tsk kúmenduft

¼ tsk salt

¼ tsk nýmalaður svartur pipar

Cayenne pipar á hnífsoddi

2 msk extra virgin ólífuolía

tveir þorkbitar um 200 g hvor

1 msk smjör, ósaltað

börkur og safi af tveimur límónum

Aðferð:

Blandið saman öllu kryddinu í skál og hrærið það vel saman. Setjið eina matskeið af olíunni út í og hrærið vel. Penslið síðan þorskbitana með blöndunni og notið hana alla. Setjið síðan fiskbitana í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur.

Hitið ofninn í 230°C. Leggið fiskbitana á bökunarpappír í ofnskúffunni og bakið þá í 10-12 mínútur eða þar til hann er fulleldaður. Tíminn fer eftir þykkt stykkjanna.  Snúið þeim eftir 5 mínútur.

Bræðið smjörið í litlum potti og hrærið matskeið af olíu saman við. Bætið rifnum berki og safa úr límónunum út í og blandið vel saman. Setjið fiskbitana á disk og hellið blöndunni yfir. Berið fiskinn fram með soðnum hrísgrjónum og grænmeti að eigin vali.

Athugið að uppskriftin er aðeins fyrir tvo. Ef hafa á hana fyrir fjóra eða fleiri er einfalt að tvöfalda eða margfalda innihaldið.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Bakaður þorskur með sítrónukeim og hvítlauk

Nú höfum við það einfalt en auðvitað heilnæmt og gott. Þorskurinn fær að njóta sín og rétt bakaður fellur hann í stórar, hv...

thumbnail
hover

Gott að vinna við sjávarútveg

Maður vikunnar á Auðlindinni að þessu sinni er einn okkar reyndustu skipstjóra á uppsjávarveiðum, síld, loðnu, makríl og kolmunn...

thumbnail
hover

Ferjan Akranes hefur siglingar milli Þorlákshafnar...

Vöruflutningaferjan Akranes, sem er í eigu Smyril Line hefur hafið siglingar milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hún kemur til viðb...