-->

Erfið sókn eftir botnfiski dregur úr heildarafla

Afli íslenskra fiskiskipa í október var 91,7 þúsund tonn sem er 19% minni afli en í sama mánuði árið 2018. Botnfiskafli var tæp 39 þúsund tonn og dróst saman um 16%, þar af var þorskafli um 24 þúsund tonn. Uppsjávarafli var rúm 50 þúsund tonn sem er 22% minni afli en í október 2018. Meginuppistaðan var síld, eða tæp 49 þúsund tonn. Flatfiskafli var tæp 1.700 tonn og skelfiskafli rétt rúm 1.000 tonn.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2018 til október 2019 var 1.070 þúsund tonn sem er 15% minni afli en á sama tímabili ári áður.

Afli í október, metinn á föstu verðlagi, var 24,4% minni en í október 2018 samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Fiskafli
Október Nóvember-október
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 112,0 84,7 -24,4
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 113.652 91.728 -19 1.252.713 1.069.889 -15
Botnfiskafli 46.031 38.689 -16 484.277 484.109 0
Þorskur 26.798 24.051 -10 277.981 274.063 -1
Ýsa 5.014 4.431 -12 45.487 59.585 31
Ufsi 7.310 4.605 -37 64.935 67.077 3
Karfi 5.521 4.310 -22 61.678 52.203 -15
Annar botnfiskafli 1.388 1.293 -7 34.196 31.181 -9
Flatfiskafli 2.195 1.674 -24 27.113 22.474 -17
Uppsjávarafli 64.405 50.291 -22 728.909 553.088 -24
Síld 59.112 48.968 -17 112.010 156.646 40
Loðna 0 0 0 186.333 0 -100
Kolmunni 3.242 1.323 -59 294.976 268.354 -9
Makríll 2.051 0 -100 135.590 128.088 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0 91
Skel-og krabbadýraafli 1.021 1.072 5 12.414 10.215 -18
Annar afli 0 2 0 0 3 0

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...