Færeyjar fá aukinn þorskvóta við Grænland

Deila:

Færeyjar og Grænland hafa undirritað tvíhliða samning um fiskveiðar fyrir næsta ár. Samningar af þessu tagi milli landanna hafa verið auknir  og útfærðir undanfarin ár og er það ætlan landanna að svo verði áfram.

Tillögur fiskifræðingar eru á þann veg að verulega verði að draga úr veiðum á grálúðu við Austur-Grænland.  Það leiðir af sér að grálúðukvóti Færeyja á veiðisvæðinu mun lækka en til að vega upp á móti því, fá Færeyingar auknar þorskveiðiheimildir við Austur-Grænland.

Þorskkvóti Færeyinga við Austur-Grænland hækkar því um 175 tonn á næsta ári. Þannig verða færeysk skip með heimildir til að veiða 1.500 tonn af þorski og 475 tonn af keilu.

Grálúðukvótinn á næsta ári verður 225 tonn á næsta ári í stað þess að vera 325 tonn á þessu ári.

Færeyingar halda leyfi til tilraunaveiða á 500 tonnum af krabba við Austur-Grænland og halda 100 tonna grálúðukvóta við Vestur-Grænland eins og er á þessu ári..

Kvóti Grænlendinga á kolmunna innan lögsögu Færeyja verður óbreyttur frá þessu ári, 13.500 tonn. Jafnfram fá Grænlendingar aðgang til að taka þær veiðiheimildir í kolmunna, sem þeir fá úthlutaðar frá Fiskveiðinefndinni NEAFC innan lögsögu Færeyja. Það eru 6.290 tonn. Þá fá grænlenskar útgerðir áfram leyfi til veiða á 3.200 tonnum norsk-íslenskri síld innan færeysku lögsögunnar.

Deila: